Hvað er að?

Hvað fær börn til að framkvæma svona hluti? Er það er orðin skemmtun að misþyrma og drepa dýr, þá velti ég fyrir mér hvernig á að taka á svona málum! Hvernig erum við að ala börnin okkar upp? Eru börn orðin svo raunveruleikaskert að þau þurfi að fara í endurhæfingu á hvað er  raunveruleiki og hvað er tölvuleikur? Það er eitt sem víst er að ég myndi ekki vilja vera í þessum aðstæðum á neinn hátt.  Sjálf á ég hund og hann er verulega mikill partur af okkar lífi. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef  hans líf myndi enda svona.... mér er eiginlega óglatt!


mbl.is Hundrað manns á kertavöku til minningar um hundinn Lúkas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Við skulum fara varlega í það að dæma öll börn eða unglinga eftir tölvuleikjum og setja = merki á milli tölvuleikja og svona ódæðisverks.Það fer ekki á milli mála að þessir drengir sem þarna áttu í hlut eru verulega veikir og þurfa mikla hjálp ,ef það er þá HÆGT að hjálpa þeim. Það eru líka mörg börn eða unglingar sem hafa gaman af tölvuleikjum ( ekki slæmum ) og elska gæludýrin sín.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 29.6.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Strumpa =)

Mér finnst þetta hræðileg meðferð á hundinum Lúkasi.. Það ætti að taka þessa stráka og láta þá finna fyrir því hvernig er að láta koma svona framm við sig... Systir vinkonu minnar átti þennan hund :( þetta var elskulegur hundur... og að þeir skulu voga ser...Ég myndi aldrey geta meitt dýr svona.. enda gerði hundurinn þeim ekki neitt.. Mér bíðst við svona gúmmítöffurum.. Svona strákar hafa fengið lélegt uppeldi eða það er allavana min skoðun á þessu.. Það gerir engin heilbrið manneskja svona.. R.i.p Lúkas <3

Strumpa =), 29.6.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband